Hyggst lækna sig með hráfæði 2. febrúar 2012 08:00 Arnar finnur mun á sér eftir að hann byrjaði á hráfæði en hann umturnaði mataræði sínu til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn´s. Fréttablaðið/stefan Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira