Hyggst lækna sig með hráfæði 2. febrúar 2012 08:00 Arnar finnur mun á sér eftir að hann byrjaði á hráfæði en hann umturnaði mataræði sínu til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn´s. Fréttablaðið/stefan Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu. Heilsa „Þetta er bæði tímafrekt og þarfnast skipulagningar en ég finn að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari í hljómsveitinni Mammút og nemi í húsgagnasmíði, sem hefur snúið sér að hráfæði á síðustu mánuðum. Arnar þjáist af sjúkdómnum Crohn"s eða bólgum í meltingarfærum og hefur verið háður lyfinu Remicade en það hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér. Arnar hóf því að leita að náttúrulegri aðferð til segja sjúkdómnum stríð á hendur. Lausnina fann hann í bókinni Self Healing Colitis and Crohn‘s eftir dr. David Klein og byrjaði hina miklu umbreytingu á mataræði sínu í sumar og hætti á lyfinu um áramótin. „Maður má ekki skipta of snöggt yfir í hráfæði og nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Ég hætti því að borða kjöt í sumar og auka grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir Arnar sem hætti alfarið að borða fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég finn að mér líður betur og allt sem ég borða núna er gufusoðið grænmeti, léttpressaðir ávaxta- og grænmetissafar en aðalundirstaðan eru ávextir. Hluti af orsökum sjúkdómsins er stress svo ég er byrjaður að stunda jóga af miklum móð og er alveg heillaður.“ Arnar fer ekki leynt með að umskiptin í mataræðinu sínu hafi verið erfið en hann segist alltaf hafa verið matvandur. „Ég var ekki vanur að borða mikið grænmeti eða ávexti og þegar ég var lítill voru fiskibollur í dós uppáhaldsmaturinn minn. Núna panta ég lífrænt grænmeti frá Akri í Biskupstungum og tek með mér nesti í skólann. Ég sakna samt Bæjarins bestu enda var ég fastagestur þar áður en ég fór á hráfæði,“ segir Arnar og viðurkennir að grænmeti og ávextir séu vissulega dýrir hér á landi en á móti sparar hann í öðrum útgjöldum. „Ég fer ekkert út að borða og hef tekið mér pásu í áfengisneyslu enda er sérstaklega mælt með því í bókinni.“ Arnar er studdur af lækni sínum í þessum matartilraunum og hingað til hefur honum liðið honum betur. „Ég ætla að reyna þetta fram á vor og hugsanlega er þessi lífsstíll kominn til að vera. Mér líður allavega vel í dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari og tilraunum hans með hráfæðið á bloggsíðunni veganmatur.blogspot.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira