Innlent

Brekkusöngurinn í beinni á Bylgjunni

Frá Herjólfsdal í gær. Frosti Heimisson tók myndina er hann flaug yfir Eyjuna.
Frá Herjólfsdal í gær. Frosti Heimisson tók myndina er hann flaug yfir Eyjuna. Mynd/frosti heimisson
„Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Bylgjunnar sem við sendum beint úr frá brekkusöngnum," segir útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson sem kom til Vestmannaeyja í morgun. Brekkusöngurinn hefst á slaginu 23:20 og verður hægt að hlusta á allt í beinni á Bylgjunni.

„Við komum hingað í morgun til að tengja og gera allt klárt. Bærinn er svona að lifna við eftir átök næturinnar það var rólegt hérna þegar við komum í morgun," segir Ívar í samtali við Vísi.

Dagskráin í Herjólfsdal er hörkugóð. Kvöldvakan hefst á Brekkusviði klukkan hálf níu á meðal söngvara sem koma fram eru Páll Óskar, Ingó Veðurguð og stórstjarnan Ronan Keating. Þá stíga rokkararnir í Botnleðju einnig á svið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×