Innlent

Útskrifaður í hádeginu

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í nótt var útskrifaður af slysadeild á hádegi í dag en hann reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem hafnaði utan vegar og fór bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi til móts við bæinn Auðsholt. Hann var meðvitundarlaus þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og því var ákveðið að kalla til þyrlu. Þrír aðrir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×