Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2012 18:30 Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira