Innlent

Andlát fanga enn í rannsókn

Tveir voru handteknir vegna andláts á Litla-Hrauni.
Tveir voru handteknir vegna andláts á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/pjetur

Rannsókn á andláti fanga á Litla-Hrauni í maí síðastliðnum stendur enn yfir. Niðurstaða úr krufningu er ókomin enn.

Talið er að fanganum, Sigurði Hólm Sigurðssyni, hafi verið veittir áverkar sem drógu hann til dauða. Tveir þekktir ofbeldismenn, Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sáust á öryggismyndavélum fara inn í klefa til Sigurðar skömmu áður en hann lést og voru í kjölfarið handteknir.

Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað hvenær niðurstöðu krufningar er að vænta.

Annars vill hann litlar upplýsingar veita um gang rannsóknarinnar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×