Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2012 19:45 Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru." Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru."
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira