Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2012 19:45 Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru." Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims Haraldur segir undarlegt að í nýrri 65 síðna skýrslu Almannavarna um áhættumat á höfuðborgarsvæðinu sé eldvirkni sé mjög lítið til umfjöllunar. „Þar er fjallað um eldvirkni á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hálfri blaðsíðu - hálfri blaðsíðu - það er nú ekki meira. Og þarna eru 28 höfundar og það er enginn þeirra jarðfræðingur sem mér þótti dálítið merkilegt. Ég held að áhættan fyrir höfuðborgarsvæðið af eldvirkni sé miklu meiri og henni þurfi að veita miklu meiri athygli en gert er í þessari skýrslu," segir Haraldur. Á undanförnum árum hefur verið byggt töluvert í grennd við Heiðmörk. Það þykir Haraldi ekki viturlegt enda skammt frá því síðast rann hraun þarna. Yfirvöld fræði fólk ekki um staðreynir málsins. Svo virðist sem að yfirvöld vilji stinga þeirri staðreynd undir stól að höfuðborgarsvæðið sé í nágrenni við nokkuð stórar eldstöðvar. Hann tekur sérstaklega Krýsuvíkursvæðið sem dæmi en Krýsuvík flokkast sem megineldstöð. Í henni séu sprungur sem liggi til norðausturs frá Krýsuvík og nái alveg gegnum Heiðmörk. „Það eru hraun þarna, sum ansi ung , sem byggð er komin á. Þetta eru svæði sem þar sem hugsanlega geta orðið eldgos í framtíðinni," segir Haraldur en hann segir eina af meginreglum jarðfræðinnar vera þá að verulegar líkur séu á að önnur hraun muni renna yfir ung hraun í framtíðinni. Hann segir að yfirleitt sé hraunrennsli ekki lífshættulegt fólki, það er að segja ef það forðar sér, en það fari yfir byggðir eins og íbúar í Vestmannaeyjum hafi fengið að kynnast. Ef fólk vilji byggja til 50 ára sé ef til vill í lagi að byggja á hrauni en það vilji almenningur líklega ekki. En finnst Haraldi ekki eins og verið sé að hræða fólk með tali um eldsumbrot? „Ég held að það sé alveg sjálfsagt að fólk fái að vita hverjar hætturnar eru."
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira