Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir að stela sprengiefni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa stolið 240.8 kg af dínamíti, 228 sprengjuhvellhettum og einum sprengjuhnalli í október á síðasta ári.

Það er mbl sem greinir frá þessu.

Maðurinn braust inn í geymslugáma í eigu verktakafyrirtækisins Háfells en hann sauð í sundur hengilása til að komast inn. Virði sprengiefnisins var rúmlega 720 þúsund krónur.

Lögreglan fann síðan sprengiefnin í geymslu við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirðir sem og í bílskúr við hús í Kópavogi. Maðurinn vísaði lögreglu á staðina eftir að hann var handtekinn í byrjun október.

Maðurinn á að baki sér langan brotaferil en hann var einnig dæmdur fyrir 15 umferðarlagabrot og fíkniefnabrot í dag. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum fyrir nokkru en hefur síðan þá margoft verið gripinn á bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×