Nemendur Listaháskólans að baki H&M gjörningnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2012 14:34 Á rúðum hússins við Laugaveg 91 voru skilaboð um að H&M myndi opna. Það voru annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands sem settu auglýsingar á rúður í húsum á Laugaveginum þar sem tekið var fram að H&M og fleiri verslanir myndu opna innan skamms á Íslandi. Hjálmar Ragnarsson, rektor skólans, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Í einu námskeiði sem er kennt eftir áramót á öðru ári í skólanum er nemendum úr öllum deildum skólans blandað saman og taka þeir fyrir ákveðin málefni. „Markmiðið er það að þau kynnist og ræði innbyrðis og taki á einhverjum málefni sem þeim finnst áhugaverð og spennandi," segir Hjálmar í samtali við Vísi. Markmið eins hópsins var að finna hvað það væri sem færði hamingju í líf fólks. Augljóst er á viðbrögðum fólks að H&M færir fólki hamingju. „Þeim fannst bara virkilega áhugavert að vekja athygli á því hvað getur gert fólk hamingjusamt. Það veitir ekki af í þessu svartnætti," segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að von sé á fleiri gjörningum af þessu tagi enda sé þetta gert í góðum anda. Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af gjörningi þessara upprennandi listamanna. Eftir að frétt Vísis um boðaða opnun H&M verslunar á Íslandi birtist fékk ritstjórnin símtal þar sem kvartað var undan birtingu fréttarinnar og sagt að hún gæti haft verðmyndandi áhrif á bréf í Högum, sem er skráð í Kauphöll Íslands. Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Það voru annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands sem settu auglýsingar á rúður í húsum á Laugaveginum þar sem tekið var fram að H&M og fleiri verslanir myndu opna innan skamms á Íslandi. Hjálmar Ragnarsson, rektor skólans, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Í einu námskeiði sem er kennt eftir áramót á öðru ári í skólanum er nemendum úr öllum deildum skólans blandað saman og taka þeir fyrir ákveðin málefni. „Markmiðið er það að þau kynnist og ræði innbyrðis og taki á einhverjum málefni sem þeim finnst áhugaverð og spennandi," segir Hjálmar í samtali við Vísi. Markmið eins hópsins var að finna hvað það væri sem færði hamingju í líf fólks. Augljóst er á viðbrögðum fólks að H&M færir fólki hamingju. „Þeim fannst bara virkilega áhugavert að vekja athygli á því hvað getur gert fólk hamingjusamt. Það veitir ekki af í þessu svartnætti," segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að von sé á fleiri gjörningum af þessu tagi enda sé þetta gert í góðum anda. Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af gjörningi þessara upprennandi listamanna. Eftir að frétt Vísis um boðaða opnun H&M verslunar á Íslandi birtist fékk ritstjórnin símtal þar sem kvartað var undan birtingu fréttarinnar og sagt að hún gæti haft verðmyndandi áhrif á bréf í Högum, sem er skráð í Kauphöll Íslands.
Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31
Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36
H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15