Vatnshæðin í Gígjukvísl mælist nú tæplega tveir metrar en lítið hlaup hófst þar á miðvikudagskvöld. Vatnshæðin hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og um einn metra frá því að hlaupið hófst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er enn rafleiðni í ánni sem bendi til að enn sé hlaupvatn í henni. Engin merki eru um jarðhræringar á svæðinu.
Vatnshæðin um tveir metrar
