Gerard Pique, miðvörður Barcelona, slapp með skrekkinn er hann lenti i bílslysi þegar hann var á leið á æfingu í dag.
Keyrt var nokkuð harkalega utan í farþegahlið bíls Pique sem er stórskemmdur.
Pique stóð þó óslasaður út úr bílnum og mun örugglega spila með Barcelona í Meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen á morgun.

