Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn 5. nóvember 2012 14:30 Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. "Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn," lýsir Þórunn þessari reynslu sinni. "Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis. En það var alveg rétt hugboð sem ég fékk og við erum búin að vera gift í 25 ár." Hvort henni hafi ekki þótt skrýtið að fá svona hugboð í sláturhúsi svaraði Þórunn: "Ofboðslega rómantískt," og hlær. En svo lauk kennaraverkfallinu og um vorið langaði Þórunni til að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu: "Og ég kom hingað og ég er líklega síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum." Haukur, sem er 18 árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi að ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. "Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svarar hann, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Sjá má þáttinn í heilu lagi hér að ofan. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. "Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn," lýsir Þórunn þessari reynslu sinni. "Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis. En það var alveg rétt hugboð sem ég fékk og við erum búin að vera gift í 25 ár." Hvort henni hafi ekki þótt skrýtið að fá svona hugboð í sláturhúsi svaraði Þórunn: "Ofboðslega rómantískt," og hlær. En svo lauk kennaraverkfallinu og um vorið langaði Þórunni til að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu: "Og ég kom hingað og ég er líklega síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum." Haukur, sem er 18 árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi að ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. "Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svarar hann, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Sjá má þáttinn í heilu lagi hér að ofan.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira