Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn 5. nóvember 2012 14:30 Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. "Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn," lýsir Þórunn þessari reynslu sinni. "Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis. En það var alveg rétt hugboð sem ég fékk og við erum búin að vera gift í 25 ár." Hvort henni hafi ekki þótt skrýtið að fá svona hugboð í sláturhúsi svaraði Þórunn: "Ofboðslega rómantískt," og hlær. En svo lauk kennaraverkfallinu og um vorið langaði Þórunni til að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu: "Og ég kom hingað og ég er líklega síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum." Haukur, sem er 18 árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi að ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. "Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svarar hann, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Sjá má þáttinn í heilu lagi hér að ofan. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. "Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn," lýsir Þórunn þessari reynslu sinni. "Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis. En það var alveg rétt hugboð sem ég fékk og við erum búin að vera gift í 25 ár." Hvort henni hafi ekki þótt skrýtið að fá svona hugboð í sláturhúsi svaraði Þórunn: "Ofboðslega rómantískt," og hlær. En svo lauk kennaraverkfallinu og um vorið langaði Þórunni til að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu: "Og ég kom hingað og ég er líklega síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum." Haukur, sem er 18 árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi að ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. "Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svarar hann, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Sjá má þáttinn í heilu lagi hér að ofan.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira