Hávaði getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 19:03 Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira