Hávaði getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 19:03 Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða." Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Mikill hávaði í leikskólum hér á landi getur haft alvarleg áhrif á málþroska barna segir talmeinafræðingur. Börn heyri ekki rétt og læri því rangar skilgreiningar á orðum. Hávaði hefur mælst svo hár í leikskólum og íþróttasölum hér á landi að samkvæmt vinnuverndarlögum ættu einstaklingar á venjulegum vinnustöðum, að ganga með eyrnahlífar í slíkum hávaða þar sem hann er skaðlegur fyrir heyrn. Talmeinafræðingur óttast að börn í svo miklum hávaða hætti einfaldlega að hlusta og nái þar með ekki að þroska með sér málið. „Þau verða náttúrulega að heyra það sem sagt er og við megum ekki gleyma því að mál er bara hljóð sem er mis viðkvæmt fyrir því að drukkna í hávaða og það er það sem gerist að börn eru ekki að heyra rétt," segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddmeinum og talmeinafræðingur. Börn læri gríðarlegan fjölda nýrra orða á leikskólaaldri en skilningur orðanna misfarist í hávaðanum og geti haft áhrif á menntun barnanna í framtíðinni. Valdís segir að til dæmis hafi drengur í grunnskóla verið að læra um innflytjendur, en haldið að orðið innflytjandi þýddi sá sem kemur fyrstur inn í hús. Þá hafi séu sífellt fleiri börnum hópað saman í skólunum sem skapar meiri eril, en Valdís segir að mismunandi stefna til dæmis í hjallastefnuleikskólum samanborið við almenna leikskóla hafi áhrif. „Og það verður að segjast eins og er að hjallastefnuskólunum er það í hag, það er minni hávaði sem mælist og kennurum finnst það líka minni hávaði svo þau hafa náð einhverjum tökum á þessu," segir Valdís Ingibjörg. Hún segir mikilvægt að leikskólar hafi skilyrði til að geta kennt börnum málið og til þess þurfi þau að geta heyrt. „Það er að það séu færri börn í rými og svo sé hugað að bæði húsbúnaði, leiktækjum og borðbúnaði, öllu sem getur skapað þenann hávaða að loka ekki augunum og eyrunum fyrir þeim." Valdís bætir svo við: „Sem talmeinafræðingur þá hef ég áhyggjur af því að þau nái hreinlega ekki að þroska með sér mál og þar með eru þau komin í ákveðna hættu uppá framtíðina að þau nái ekki að nýta sér það sem skólarnir hafi uppá að bjóða."
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira