Innlent

Miklar skemmdir í bruna í Kópavogi

Íbúðarhús í Selbrekku skemmdist mikið í bruna í nótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálfþrjú og klukkutíma síðar hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum hans en á tíma logaði glatt. Húsið er einbýli á tveimur hæðum og kviknaði í á efri hæð. Tveir voru í húsinu og náðu þeir að koma sér út fyrir eigin rammleik. Nágranni sem kom til hjálpar þurfti hinsvegar að leyta sér aðstoðar á slysadeild sökum gruns um reykeitrun. Mikill erill hafði verið í sjúkraflutningum þar til skömmu fyrir útkallið og því voru allar stöðvar sem betur fer fullmannaðar þegar kallið kom, að því er vaktstjóri hjá slökkviliði segir. Ekki er ljóst um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×