Innlent

Ánægður með rannsókn á Kópavogshæli

Karen Kjartansdóttir skrifar
Karlmaður sem vistaður var frá þriggja ára aldri á Kópavogshæli fagnar því að rannsaka eigi starfsemina. Það gerir einnig þroskaþjálfi sem þar starfaði. Þau segja að læra verði af mistökum fortíðar.

Í fæðingu varð Haraldur Ólafsson fyrir súrefnisskorti og hefur hann glímt við spastískar hreyfingar síðan en hann hefur fulla greind. Þegar hann var drengur fengu foreldrar fatlaðra barna litla sem enga aðstoð, móðir Haraldar hann hjá sér þar til hún lést þegar hann var þá þriggja ára og var hann þá fluttur á Kópavogshæli. Þar segir hann hafa átt góðar og slæmar stundir. Aðstæður barnanna hafi verið misjafnar og tími sé komin til að rannsaka starfið sem þar var unnið og horfast í augu við fortíðina. 



Hrefna Haraldsdóttir, þroskaþjálfi, annaðist Harald sem lítinn dreng Kópavogshæli fagnar þessari ákvörðun.

„Mér þykir það svo mikilvægt því það þarf að skoða það nánar hvernig var búið að fötluðum börnum á þessum tíma. Ef við skoðum aðstæður og umhverfi þá var þetta gott. Allir voru að gera sitt besta en þetta var ekki gott," segir Hrefna.

Þau Haraldur og Hrefna hafa þau haldið sambandi alla tíð og séð miklar framfarir í málefnum fatlaðra. Haraldur nefnir sem dæmi að sárst þyki honum að hann hafi enga þjálfun fengið sem barn og enginn hjálpartæki.

Þú skreiðst fyrstu árin?

„Já ég skreið fyrstu ellefu árin," segir hann.

Haraldur hefur þó fátt látið hefta för sína í gegnum lífið og á jeppanum sínum hefur hann farið víða um fjöll og firnindi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×