Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi 22. júní 2012 13:00 Þeir Paul Hennessy og Ian Lawrence hafa unnið lengi við að elta stórstjörnur út um allan heim og eru nú að reyna að ná góðum myndum af Tom Cruise á meðan hann er staddur hér á landi ið tökur á Oblivion. Paul segir að helsta dyggð paparazzi-ljósmyndarans sé þolinmæði. „Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sjá meira
„Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Sjá meira