Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 18:30 Mourinho í leiknum umtalaða á Nou Camp á síðasta ári. Nordicphotos/Getty Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira
Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45