Innlent

Skemmdu upplýsingavita

Skemmdir voru unnar á upplýsingavita við setlaugina á Gróttu um hádegið í dag samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Seltjarnarnesbæjar er tjónið nokkur hundruð þúsund krónur.

þá varð umferðaróhapp Í Árseli við Seljaskóga síðdegis. Þar varð reiðhjólamaður fyrir bifreið. Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild. Talið er að hann sé viðbeinsbrotinn.

Lögreglan fékk svo tilkynningu klukkan sjö í kvöld um innbrot í sumarhús í Hvalfirði. Þar var öryggismyndavél stolið og einhverjum persónulegum munum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×