„Stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2012 09:58 Björk og Erla á góðri stundu. Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi. Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi.
Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38