Innlent

Söfnun undirskrifta hafin fyrir Ingólfstorg og Nasa

BBI skrifar
Páll Óskar
Undirskriftasöfnun til bjargar Ingólfstorgi og Nasa hófst á netinu í dag. Ætlunin er að mótmæla fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á Ingólfstorgi og því að hótel rísi þar sem nú er skemmtistaðurinn Nasa.

Listinn opnaði í dag og verður opinn til 10. ágúst. Þá verður hann afhentur forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar, Alþingis og Húsafriðunarnefndar. Fólk sem er andsnúið því að hótel rísi á svæðinu, Nasa verði fórnað og Ingólfstorg minnkað er hvatt til að skrifa undir.

Páll Óskar Hjálmtýsson er í forsvari fyrir hinn svokallaða BIN-hóp, sem stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Undanfarið hefur hópurinn mótmælt deiliskipulagi á þessum reit og segir það löngu úrelt. Hin nýja tillaga sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um uppbyggingu á svæðinu er að sögn Páls helmingi verri.

Páll Óskar fullyrðir í viðtali við mbl.is að ef vinningstillagan verði að veruleika verði aldrei haldnir aftur tónleikar á Nasa. Þar verði í besta fali stöku brúðkaupsveislur eða fyrirtækjahátíðir. Þær geti ekki staðið lengur en til 1 eða 2 um nótt til að styggja ekki gesti á fyrirhuguðu hóteli. Páll Óskar segir að ekkert geti komið í staðinn fyrir Nasa og því sé mjög alvarlegt að Reykjavíkurborg sé að blása til þessara framkvæmda án þess að nokkuð komi í staðinn.


Tengdar fréttir

Uppbygging í Frankfurt er Reykvíkingum áminning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, stimplar sig inn í umræðuna um uppbygginguna við Ingólfstorg og Kvosinni á bloggsíðu sinni í dag. Hann rifjar upp uppbyggingu í gamla miðbæ Frankfurt eftir síðari heimsstyrjöldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×