Hrafnhildur úr landi eftir frumsýningu á mynd Ragnhildar Steinunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 13:44 Hrafnhildur er pínu kvíðin fyrir myndinni. Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Heimildarmyndin „Hrafnhildur" verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Eins og Vísir hefur áður greint frá er fylgst með kynleiðréttingaferli Hrafnhildar, allt frá því að hún er strákur og heitir Halldór. Hrafnhildur hefur sjálf ekki séð myndina og segist í samtali við Vísi vera pínu kvíðin. „Það er pínu kvíði og ég er búin að koma því þannig fyrir að ég er á leiðinni til Spánar strax um nóttina. Þannig að ég horfi bara á myndina og fer síðan til Spánar," segir hún. Hún segist samt ekki vera hrædd við móttökurnar. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið er ég ánægð með móttökurnar," segir hún. „Í öðrum löndum hefði þetta verið dauðadómur. Þannig að það er rosalega mikill munur á íslensku samfélagi og útlensku hvað þetta varðar," segir hún. Hennar nánasta fólk hafi líka tekið þessu mjög vel. Breytingaferlið hjá Hrafnhildi hefur tekið nokkur ár, en erfitt er að fastsetja hvenær það hófst. „Það er enginn fastur tímapunktur sem er skráð hvenær eitthvað ákveðið ferli hefst," segir hún. Ferlið hefur strembið en líka skemmtilegt. Hrafnhildur segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á áhyggjur annarra af sér og efa og kvíða, en einnig hafi verið strembið að horfa upp á líkamlegar breytingar. Hún segir að nándin hafi líka verið strembin enda er samfélagið sem við búum í lítið.Hrafnhildur hét Halldór fyrir kynleiðréttinguna.Skemmtilegast þykir henni hins vegar að sjá að fólk, sem er henni nátengt, hefur séð að hún kemur heil út úr þessu ferli. „Ég hef komið út heil hinu megin," segir hún. Hún segist líka hafa orðið vör við það að þetta ferli geti orðið öðrum hvatnig í baráttu gegn mótlæti, af hvaða tagi sem er. Hrafnhildur fer fögrum orðum um Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hafði veg og vanda að gerð myndarinnar. „Hún er algjör snillingur," segir Hrafnhildur og bætir því við að með gerð myndarinnar hafi hún verið að sanna sig sem samfélagsrýnir. Það sé ekki lítið verk að gera mynd eins og þessa. Loks segist Hrafnhildur vera þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hafi fengið á meðan á ferlinu stóð. „Það er alveg himinn og haf að vera pínulítið öðruvísi í þessu samfélagi miðað við hvað það var," segir hún.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira