Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Stefna borgarinnar undanfarin ár hefur verið að leggja ekki gangbrautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. Fréttablaðið/GVA Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta.
Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00