Mannréttindastofnun verður komið á fót 17. desember 2012 06:30 Ögmundur Jónasson segist tilbúinn að skoða allar hugmyndir um form á nýju stofnuninni, meðal annars að byggja á Mannréttindaskrifstofu. Álfheiður Ingadóttir vill útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis. fréttablaðið/valli Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira