Íslendingar reykja meira gras en áður 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/AFP Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira