Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér stigur@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 09:00 Horfst í augu Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildarmenn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni.Fréttablaðið/gva Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins. Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins.
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira