Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn 25. október 2012 07:00 Lögreglustöðin við hverfisgötu Hér braut Már rúðu þannig að gler fór í auga lögreglumanns.Fréttablaðið/anton Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh
Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira