Í eina sæng eftir næstu áramót 22. október 2012 00:00 Talsvert minna fylgi var meðal Garðbæinga en Álftnesinga. Bæjarstjóri Garðabæjar segir það skiljanlegt, en nú sé mál að taka höndum saman. Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast, undir merkjum hins síðarnefnda, í upphafi næsta árs. Sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum um helgina. Alls voru 87,7 prósent kjósenda á Álftanesi fylgjandi sameiningu en 11,5 prósent á móti. Í Garðabæ var hins vegar mjórra á munum þar sem rúm 53 prósent greiddu atkvæði með sameiningu en tæp 47 prósent á móti. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að fá niðurstöðu í málið. Ekki hafi komið á óvart að lítill munur hafi verið meðal Garðbæinga. "Við vissum að þetta yrði þyngra hér í Garðabæ en úti á Álftanesi og afstaða þeirra sem að sögðu nei er skiljanleg. Fólk veit hvað það hefur og er ánægt með Garðabæ eins og er. En nú er bara komið að því að snúa bökum saman og búa til enn betra og sterkara sveitarfélag." Gunnar segir bæjastjórn Garðabæjar munu fara með stjórn hins nýja sveitarfélags og bæjarstjórn Álftaness verði nokkurs konar ráðgefandi hverfastjórn. Nýja sveitarfélagið mun halda Garðabæjarnafninu, enda segir Gunnar að um það hafi verið samið í upphafi viðræðna. "Garðabær hefur sterka ímynd og auk þess hefur orðið garðar sterka sögulega skírskotun út á Álftanes. Þannig að það var enginn ágreiningur um það." Íbúar sameinaðs sveitarfélags verða um 14.000 talsins miðað við tölur Hagstofu frá 1. janúar.- þj Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast, undir merkjum hins síðarnefnda, í upphafi næsta árs. Sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum um helgina. Alls voru 87,7 prósent kjósenda á Álftanesi fylgjandi sameiningu en 11,5 prósent á móti. Í Garðabæ var hins vegar mjórra á munum þar sem rúm 53 prósent greiddu atkvæði með sameiningu en tæp 47 prósent á móti. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að fá niðurstöðu í málið. Ekki hafi komið á óvart að lítill munur hafi verið meðal Garðbæinga. "Við vissum að þetta yrði þyngra hér í Garðabæ en úti á Álftanesi og afstaða þeirra sem að sögðu nei er skiljanleg. Fólk veit hvað það hefur og er ánægt með Garðabæ eins og er. En nú er bara komið að því að snúa bökum saman og búa til enn betra og sterkara sveitarfélag." Gunnar segir bæjastjórn Garðabæjar munu fara með stjórn hins nýja sveitarfélags og bæjarstjórn Álftaness verði nokkurs konar ráðgefandi hverfastjórn. Nýja sveitarfélagið mun halda Garðabæjarnafninu, enda segir Gunnar að um það hafi verið samið í upphafi viðræðna. "Garðabær hefur sterka ímynd og auk þess hefur orðið garðar sterka sögulega skírskotun út á Álftanes. Þannig að það var enginn ágreiningur um það." Íbúar sameinaðs sveitarfélags verða um 14.000 talsins miðað við tölur Hagstofu frá 1. janúar.- þj
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira