Innlent

Skoða styttingu náms í þrjú ár

KÓP skrifar
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að endurskoða verði nám leikskólakennara. Síðan það var lengt úr þremur í fimm ár hafi aðsókn minnkað um 77 prósent sem skaði leikskólastigið og geri sveitarfélögum erfitt um vik að uppfylla kröfur um hlutfall menntaðra starfsmanna.

„Það er algert fall í aðsókn að þessu námi og ekki er hægt að horfa fram hjá því að lengingin úr þremur árum í fimm hlýtur að vega þungt.“ Til greina komi að nemendur fái ákveðin réttindi eftir þrjú ár í námi. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, hefur einnig orðað þá lausn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×