Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild 27. september 2012 08:30 Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira