Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2012 09:00 Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. Fréttablaðið/stefán „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun." Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun."
Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira