Innlent

Sífellt fleiri í karlaklippingu

eitt er nóg Sjö af hverjum tíu sem fara í ófrjósemisaðgerð eru karlar.
nordicphotos/gettyimages
eitt er nóg Sjö af hverjum tíu sem fara í ófrjósemisaðgerð eru karlar. nordicphotos/gettyimages
Í fyrra gekkst 581 undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur, samkvæmt samantekt embættis Landlæknis. Það eru heldur færri aðgerðir en 2010, en nokkuð fleiri en 2004 til 2009.

Tölfræðin sýnir að ófrjósemisaðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt árið 2011 og voru fleiri en nokkru sinni. Þá voru karlmenn tæplega 73% þeirra sem gengust undir slíkar aðgerðir. Fyrir áratug stóðu karlar undir 38% af heildarfjölda aðgerða. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×