Við getum lagað brotalamirnar 31. ágúst 2012 06:00 Hælisleitendur í Sundahöfn Innanríkisráðherra hyggst verða kominn með tillögur til að tryggja öryggi hafnarsvæðis fyrir lok september.Mynd/Eimskip „Að mati ráðuneytisins er það ótvíræð ógn við siglingavernd ef óviðkomandi aðilar komast inn á afgirt hafnarsvæði og því nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stemma stigu við því," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær telur Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, hættu á að yfirvöld í Bandaríkjunum banni beinar siglingar frá íslenskum höfnum vestur um haf komist hælisleitendur héðan sem laumufarþegar til Bandaríkjanna. „Ég hef ekki forsendur til að meta það," svarar innanríkisráðherra aðspurður um mat sitt á fullyrðingu Gylfa. „Það eina sem ég hef forsendur til að meta er hvers við erum megnug og ég er alveg sannfærður um að við getum lagað þær brotalamir sem þarna eru á." Ögmundur segir innanríkisráðuneytið bera saman bækur sínar við yfirvöld annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum óskað eftir fundi með fulltrúum Eimskipafélagsins í næstu viku til að fara yfir málin en jafnframt vil ég sjá einhverjar handfastar tillögur þeirra aðila sem hafa með þessi mál að gera fyrir lok septembermánaðar," segir ráðherrann og nefnir þar stofnanir eins og Siglingastofnun, hafnaryfirvöld og siglingaverndarráð.- gar Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Að mati ráðuneytisins er það ótvíræð ógn við siglingavernd ef óviðkomandi aðilar komast inn á afgirt hafnarsvæði og því nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stemma stigu við því," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær telur Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, hættu á að yfirvöld í Bandaríkjunum banni beinar siglingar frá íslenskum höfnum vestur um haf komist hælisleitendur héðan sem laumufarþegar til Bandaríkjanna. „Ég hef ekki forsendur til að meta það," svarar innanríkisráðherra aðspurður um mat sitt á fullyrðingu Gylfa. „Það eina sem ég hef forsendur til að meta er hvers við erum megnug og ég er alveg sannfærður um að við getum lagað þær brotalamir sem þarna eru á." Ögmundur segir innanríkisráðuneytið bera saman bækur sínar við yfirvöld annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum óskað eftir fundi með fulltrúum Eimskipafélagsins í næstu viku til að fara yfir málin en jafnframt vil ég sjá einhverjar handfastar tillögur þeirra aðila sem hafa með þessi mál að gera fyrir lok septembermánaðar," segir ráðherrann og nefnir þar stofnanir eins og Siglingastofnun, hafnaryfirvöld og siglingaverndarráð.- gar
Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira