Innlent

Kristján verður ráðuneytisstjóri

kristján skarphéðinsson
kristján skarphéðinsson
Kristján Skarphéðinsson verður ráðuneytisstjóri hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Kristján var áður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu.

Steingrímur J. Sigfússon, verðandi atvinnuvegaráðherra, lá undir ámæli fyrir að auglýsa ekki stöðu ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður alþingis hefur átalið stjórnvöld fyrir að sinna auglýsingaskyldunni ekki nógu vel. Steingrímur segist enn sannfærður um að rétt hafi verið staðið að ferlinu.

„Ákveðið var að styðjast við þær heimildir innan stjórnarráðslaganna sem gera ráð fyrir að við svona breytingar sé hægt að flytja fólk til í störfum."

Flokksráð Vinstri græns ályktaði um síðustu helgi að jafnan skuli auglýsa stöður hjá hinu opinbera. Steingrímur segist sammála þeirri ályktun.

„Það er algjörlega hafið yfir vafa, og var rætt á flokksráðsfundinum, að ályktuninni var ekki beint gegn þessu tilfelli. Þegar gerðar eru innri breytingar í stjórnarráðinu er heimilt að færa fólk til í störfum."

Steingrímur útilokar ekki að einhverjar stöður í hinu nýja ráðuneyti verði auglýstar á næstunni. „Það ræðst fyrst og fremst af því hæfnismati sem verið hefur í gangi."

- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×