Innlent

Grand Hótel umhverfisvænt

Grand Hótel hefur nú bæði fengið Svansvottun og vottun frá Túni. Svansvottuninni fylgja afar strangar reglur um notkun á vatni, orku og hreinlætisvörum. Nú notar hótelið til dæmis aðeins vottuð þvottaefni, en áður rann um eitt tonn af klóri í gegnum þvottahús hótelsins á ári.

Hótelið fékk síðan vottun frá Túni, fyrir að bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli í morgunverðarhlaðborði sínu. Þetta mun vera fyrsta vottunin af þessari tegund sem veitt er á landinu. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×