Innlent

Kapphlaup um bestu tjaldstæðin

Eyjamenn flykktust í dalinn klukkan 18 í gærkvöldi þegar heimilað var að stika fyrir tjöldum fyrir þjóðhátíð.
Eyjamenn flykktust í dalinn klukkan 18 í gærkvöldi þegar heimilað var að stika fyrir tjöldum fyrir þjóðhátíð. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
VestmannaeyjarÞað var handagangur í öskjunni þegar Eyjamönnum var leyft að stika út svæði fyrir tjöld sín í Herjólfsdal í gær.

Starfsmenn á þjóðhátíðarsvæðinu fengu venju samkvæmt tveggja mínútna forskot í kapphlaupinu og reynist öðrum eyjaskeggjum oft erfitt að bíða þessar tvær mínútur.

Kapphlaupið um bestu staðina til að reisa tjöldin gekk vel fyrir sig í dalnum í gær. Það hefur reyndar ekki alltaf verið raunin, og stundum hafa menn slegist ef þeir verða af „sínum“ stað. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×