Innlent

Fái fleiri vegrið á Strandirnar

Heimamenn segja þörf á fleiri vegriðum.
Heimamenn segja þörf á fleiri vegriðum.
„Full þörf er á veg-riði á þessum slóðum og raunar miklu víðar á Ströndum,“ segir á fréttavefnum strandir.is þar sem greint er frá því að nú sé unnið að uppsetningu vegriðs á Djúpvegi númer 61 þar sem hann liggur yfir Víðidalsá, rétt sunnan Hólmavíkur. Einnig sé ætlunin að setja veg-rið á sama vegi á nokkrum stöðum á Steingrímsfjarðarheiði í þessari lotu. „Sveitarstjórn Stranda-byggðar hefur sérstaklega bent á mikilvægi þess að vegrið verði sett á neðri kantinn í norðanverðum Kollafirði þar sem leiðin liggur um Forvaða og víðar þar sem kanturinn er mjög brattur og langt niður í fjöru,“ segir á strandir.is.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×