Innlent

Flug krónunnar gefur svigrúm

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Seðlabankinn ætlar að tvöfalda kaup sín á evru af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði hérlendis. „Aukið innflæði og styrking krónunnar gefa svigrúm til þess að auka nokkuð kaup Seðlabankans. Telur bankinn æskilegt að gjaldeyriskaupin standi undir vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda ríkissjóðs og að hlutfall óskuldsetts gjaldeyrisforða hækki til lengri tíma litið,“ segir í tilkynningu frá bankanum sem hyggst nú kaupa eina milljón evra vikulega á hverjum viðskiptavaka á markaði í staðinn fyrir hálfa milljón evra eins og verið hefur í tæp tvö ár. Búast má við að þessi gjaldeyriskaup veiki gengi íslensku krónunnar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×