Lögregla fylgist ekki með ólöglegum hjólum 25. júlí 2012 08:00 Búnaðurinn er ekki fyrirferðarmikill en öflugur. fréttablaðið/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert eftirlit með rafhjólum og reiðhjólum sem hafa verið mótorvædd. Mótorknúin hjól mega ekki fara hraðar en 25 kílómetra á klukkustund án þess að þau séu skráð sem létt bifhjól. Lögreglan segist vita um dæmi þess að innsigli á hjólunum hafi verið rifin svo þau fari hraðar. Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu segir að ekki þurfi að skrá innflutt rafhjól og hjól sem er breytt. Hann segir það varða við lög sé fiktað í rafhjólum svo þau komist hraðar. „Það er hreint og klárt brot á lögum að taka innsiglið af þannig að hjólið komist hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Nema maður fari með hjólið og láti skrá það á númer,“ segir Einar Magnús. Skráð hjól mega hins vegar ekki aka á göngustígum og um þau gilda aldurstakmörk. Til eru tvær gerðir rafhjóla í þessum flokki. Það eru rafknúin hjól í líki vespu og reiðhjól sem hafa verið mótorvædd. Sprotafyrirtækið Rafhjól hefur síðan árið 2008 breytt yfir 400 hjólum og um 200 hjólum í ár. „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki breytt meira í ár er að það er svo mikið að gera. Við höfum einfaldlega ekki haft undan,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Rafhjólum. Fyrirtækið breytir nú hjólum með þeirra eigin búnaði sem erfiðara er að eiga við svo hjólið komist hraðar. „Lögreglan er samstarfsaðili okkar og fór á fyrsta hjólið með nýja búnaðinum í sumar,“ segir Gunnar og bendir á að öll hjól sem afgreidd hafa verið frá Rafhjólum standist reglur. „Við uppfyllum öll skilyrði laga enda myndi lögreglan aldrei setjast upp á hjól sem standast ekki lög og reglur.“ - bþh Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert eftirlit með rafhjólum og reiðhjólum sem hafa verið mótorvædd. Mótorknúin hjól mega ekki fara hraðar en 25 kílómetra á klukkustund án þess að þau séu skráð sem létt bifhjól. Lögreglan segist vita um dæmi þess að innsigli á hjólunum hafi verið rifin svo þau fari hraðar. Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu segir að ekki þurfi að skrá innflutt rafhjól og hjól sem er breytt. Hann segir það varða við lög sé fiktað í rafhjólum svo þau komist hraðar. „Það er hreint og klárt brot á lögum að taka innsiglið af þannig að hjólið komist hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Nema maður fari með hjólið og láti skrá það á númer,“ segir Einar Magnús. Skráð hjól mega hins vegar ekki aka á göngustígum og um þau gilda aldurstakmörk. Til eru tvær gerðir rafhjóla í þessum flokki. Það eru rafknúin hjól í líki vespu og reiðhjól sem hafa verið mótorvædd. Sprotafyrirtækið Rafhjól hefur síðan árið 2008 breytt yfir 400 hjólum og um 200 hjólum í ár. „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki breytt meira í ár er að það er svo mikið að gera. Við höfum einfaldlega ekki haft undan,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Rafhjólum. Fyrirtækið breytir nú hjólum með þeirra eigin búnaði sem erfiðara er að eiga við svo hjólið komist hraðar. „Lögreglan er samstarfsaðili okkar og fór á fyrsta hjólið með nýja búnaðinum í sumar,“ segir Gunnar og bendir á að öll hjól sem afgreidd hafa verið frá Rafhjólum standist reglur. „Við uppfyllum öll skilyrði laga enda myndi lögreglan aldrei setjast upp á hjól sem standast ekki lög og reglur.“ - bþh
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira