Líður yfir starfsfólk vegna loftmengunar 21. júlí 2012 00:30 Banaslys varð í Hellisheiðarvirkjun árið 2008 þar sem brennisteinsvetni olli líklega eyðingu súrefnis. fréttablaðið/vilhelm Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hafa misst meðvitund við störf sín vegna brennisteinsvetnis við holur á Þeistareykjum. Vikublaðið Akureyri greinir frá þessu. Enginn hefur enn slasast eða hlotið varanlegt heilsutjón vegna þessa. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna ÍSOR voru þeir beðnir um að tilkynna slys af þessu tagi til Vinnueftirlitsins. Til eru þó nokkur dæmi um að starfsmenn virkjana fái aðsvif við störf sín vegna loftefnamengunar. Vinnueftirlitið hefur skráð átta slys á síðustu sjö árum þar sem brennisteinsvetni er orsakavaldur eða það talið hafa komið við sögu. Þá er Vinnueftirlitinu kunnugt um tilvik þar sem brennisteinsvetni er talið hafa valdið óþægindum þó það hafi ekki leitt til rannsóknar eða skýrslutöku. Eitt þessara slysa var banaslys þar sem tveir starfsmenn í Hellisheiðarvirkjun létust árið 2008. Dánarorsök er talin hafa verið súrefnisskortur en brennisteinsvetni kann að hafa stuðlað að því. Víðir Kristinsson, hjá efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins, segir að brennisteinsvetni leynist ekki aðeins í og við virkjanir. „Það hafa orðið slys við uppskipun á fiski vegna rotnunar og í landbúnaði.“ Brennisteinsvetni er mjög hættulegt, segir Víðir. „Það geta verið margar lofttegundir sem eyða súrefni. Brennisteinsvetni er sérlega hættulegt því ef það fer yfir ákveðin mörk deyfir það eða lamar lyktarskynið og öndunarfæri geta lamast.“ Meðal starfsmanna í jarðvarmavirkjunum, við byggingu eða viðhald þeirra, gildir almennt sú regla að starfsmenn séu með mæla á sér sem pípa ef mengunin fer yfir ákveðin mörk. Víðir segir þau mörk vera mjög lág til að vernda starfsfólkið. „Ef það verður eitthvað óhapp þá fá menn bara gusu yfir sig og hafa engan tíma til að forða sér. Þá er mengunin langt yfir þeim mörkum sem mælarnir eru stilltir á.“ „Það fer svolítið eftir aðstæðum hversu strangar kröfur eru gerðar,“ segir Víðir og bendir á að mörk fyrir starfsfólk í iðnaði eru önnur en almenn umhverfismörk. „Þau eru miklu lægri. Þá er verið að reyna að koma í veg fyrir óþægindi almennings og verið að hlífa veiku fólki.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) hafa misst meðvitund við störf sín vegna brennisteinsvetnis við holur á Þeistareykjum. Vikublaðið Akureyri greinir frá þessu. Enginn hefur enn slasast eða hlotið varanlegt heilsutjón vegna þessa. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna ÍSOR voru þeir beðnir um að tilkynna slys af þessu tagi til Vinnueftirlitsins. Til eru þó nokkur dæmi um að starfsmenn virkjana fái aðsvif við störf sín vegna loftefnamengunar. Vinnueftirlitið hefur skráð átta slys á síðustu sjö árum þar sem brennisteinsvetni er orsakavaldur eða það talið hafa komið við sögu. Þá er Vinnueftirlitinu kunnugt um tilvik þar sem brennisteinsvetni er talið hafa valdið óþægindum þó það hafi ekki leitt til rannsóknar eða skýrslutöku. Eitt þessara slysa var banaslys þar sem tveir starfsmenn í Hellisheiðarvirkjun létust árið 2008. Dánarorsök er talin hafa verið súrefnisskortur en brennisteinsvetni kann að hafa stuðlað að því. Víðir Kristinsson, hjá efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins, segir að brennisteinsvetni leynist ekki aðeins í og við virkjanir. „Það hafa orðið slys við uppskipun á fiski vegna rotnunar og í landbúnaði.“ Brennisteinsvetni er mjög hættulegt, segir Víðir. „Það geta verið margar lofttegundir sem eyða súrefni. Brennisteinsvetni er sérlega hættulegt því ef það fer yfir ákveðin mörk deyfir það eða lamar lyktarskynið og öndunarfæri geta lamast.“ Meðal starfsmanna í jarðvarmavirkjunum, við byggingu eða viðhald þeirra, gildir almennt sú regla að starfsmenn séu með mæla á sér sem pípa ef mengunin fer yfir ákveðin mörk. Víðir segir þau mörk vera mjög lág til að vernda starfsfólkið. „Ef það verður eitthvað óhapp þá fá menn bara gusu yfir sig og hafa engan tíma til að forða sér. Þá er mengunin langt yfir þeim mörkum sem mælarnir eru stilltir á.“ „Það fer svolítið eftir aðstæðum hversu strangar kröfur eru gerðar,“ segir Víðir og bendir á að mörk fyrir starfsfólk í iðnaði eru önnur en almenn umhverfismörk. „Þau eru miklu lægri. Þá er verið að reyna að koma í veg fyrir óþægindi almennings og verið að hlífa veiku fólki.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira