Undirbúa stofnun íslensks sjóræningjaflokks 19. júlí 2012 04:00 Birgitta Jónsdóttir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira