Undirbúa stofnun íslensks sjóræningjaflokks 19. júlí 2012 04:00 Birgitta Jónsdóttir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira