Óttast verðfall hjá strandveiðimönnum 17. júlí 2012 05:00 Strandveiðimenn mega veiða ákveðið magn á hverju svæði í byrjun hvers mánaðar. Magnið sem í boði er á Vesturlandi og Vestfjörðum í ágúst endist varla lengur en í tvo til þrjá daga, sem eru síðustu dagarnir fyrir verslunarmannahelgi. Fréttablaðið/Stefán Margir strandveiðimenn eru ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi. Fiskvinnslur loka og lítil eftirspurn eftir aflanum. Strandveiðimenn geta sjálfir ákveðið að fresta veiðum segir talsmaður smábátaeigenda. Strandveiðimenn eru margir ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi, og óttast að eftirspurn eftir aflanum verði lítil sem engin og verðið eftir því. Strandveiðum í júlí er lokið, en þær hefjast á ný miðvikudaginn 1. ágúst, þremur dögum fyrir verslunarmannahelgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fjölmargir strandveiðimenn komið óánægju sinni með þetta á framfæri við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Samkvæmt reglugerð ber ráðherra að stöðva strandveiðar þegar heildarafla er náð. Hann klárast því yfirleitt á fáum dögum og þeir sem sitja í landi á meðan aðrir róa eiga á hættu að kollegarnir klári kvótann. „Það er hætt við að eftirspurnin eftir aflanum verði takmörkuð,“ segir Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands. Stærstu fiskvinnslurnar sem oftast kaupa mestan hluta aflans verða lokaðar um verslunarmannahelgina, og ljóst að þær munu ekki bítast um nýveiddan þorskinn rétt fyrir helgina. „Ég er búinn að vera að reyna hvað ég get við ráðuneytið í samráði við fleiri um að sleppa þessum dögum fyrir verslunarmannahelgi og byrja strandveiðarnar 7. ágúst,“ segir Páll. Hann fékk þau svör frá ráðuneytinu á föstudaginn að ekki væri hægt að hnika til dögunum, enda engin heimild til þess í lögum. „Það er eins og annað með kjarkleysi ráðuneytisins, þeir þora það ekki,“ segir Páll. Enga heimild er að finna í lögum og reglugerð um strandveiðarnar til að færa til daga, nema þegar þeir hitta á almenna frídaga. „Við spyrjum okkur hvað verður um aflann, ef við tökum inn hundruð tonna á uppboð og enginn mætir til að bjóða í. Ef fiskurinn selst ekki ber okkur að eyða honum,“ segir Páll. Hann segir þó líklegra að einhverjar minni fiskvinnslur sjái sér leik á borði að kaupa fiskinn á afar lágu verði. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist ekki hlynntur því að ráðuneytið ákveði að banna veiðar dagana fyrir verslunarmannahelgi og segir það frekar sjómannanna sjálfra að bindast samtökum um að veiða ekki þessa daga. „Menn hafa eitthvað rætt sín á milli að róa ekki fyrr en 10. ágúst en ég veit ekki til þess að hreyfing sé að komast á að ná slíku samkomulagi,“ segir Arthur. Hann hvetur sjómenn til að funda í sínum félögum og reyna að ná slíku samkomulagi, öllum til hagsbóta. - bj Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Margir strandveiðimenn eru ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi. Fiskvinnslur loka og lítil eftirspurn eftir aflanum. Strandveiðimenn geta sjálfir ákveðið að fresta veiðum segir talsmaður smábátaeigenda. Strandveiðimenn eru margir ósáttir við að vera stefnt til veiða dagana fyrir verslunarmannahelgi, og óttast að eftirspurn eftir aflanum verði lítil sem engin og verðið eftir því. Strandveiðum í júlí er lokið, en þær hefjast á ný miðvikudaginn 1. ágúst, þremur dögum fyrir verslunarmannahelgi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fjölmargir strandveiðimenn komið óánægju sinni með þetta á framfæri við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Samkvæmt reglugerð ber ráðherra að stöðva strandveiðar þegar heildarafla er náð. Hann klárast því yfirleitt á fáum dögum og þeir sem sitja í landi á meðan aðrir róa eiga á hættu að kollegarnir klári kvótann. „Það er hætt við að eftirspurnin eftir aflanum verði takmörkuð,“ segir Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands. Stærstu fiskvinnslurnar sem oftast kaupa mestan hluta aflans verða lokaðar um verslunarmannahelgina, og ljóst að þær munu ekki bítast um nýveiddan þorskinn rétt fyrir helgina. „Ég er búinn að vera að reyna hvað ég get við ráðuneytið í samráði við fleiri um að sleppa þessum dögum fyrir verslunarmannahelgi og byrja strandveiðarnar 7. ágúst,“ segir Páll. Hann fékk þau svör frá ráðuneytinu á föstudaginn að ekki væri hægt að hnika til dögunum, enda engin heimild til þess í lögum. „Það er eins og annað með kjarkleysi ráðuneytisins, þeir þora það ekki,“ segir Páll. Enga heimild er að finna í lögum og reglugerð um strandveiðarnar til að færa til daga, nema þegar þeir hitta á almenna frídaga. „Við spyrjum okkur hvað verður um aflann, ef við tökum inn hundruð tonna á uppboð og enginn mætir til að bjóða í. Ef fiskurinn selst ekki ber okkur að eyða honum,“ segir Páll. Hann segir þó líklegra að einhverjar minni fiskvinnslur sjái sér leik á borði að kaupa fiskinn á afar lágu verði. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist ekki hlynntur því að ráðuneytið ákveði að banna veiðar dagana fyrir verslunarmannahelgi og segir það frekar sjómannanna sjálfra að bindast samtökum um að veiða ekki þessa daga. „Menn hafa eitthvað rætt sín á milli að róa ekki fyrr en 10. ágúst en ég veit ekki til þess að hreyfing sé að komast á að ná slíku samkomulagi,“ segir Arthur. Hann hvetur sjómenn til að funda í sínum félögum og reyna að ná slíku samkomulagi, öllum til hagsbóta. - bj
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira