Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn 11. júlí 2012 05:30 Yfirfallsrörið Úr þessu röri rennur skolp með regnvatni beint í Arnarneslækinn. Nokkrum metrum ofar er göngubrú yfir lækinn og börn oft að leik í eða við lækinn.fréttablaðið/valli Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira