Innlent

Jón Steinar og Garðar hætta

Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Steinar Gunnlaugsson og Garðar Gíslason láta báðir af störfum sem dómarar við Hæstarétt Íslands þann 1. október næstkomandi.

Jón Steinar staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær. Hann hefur verið dómari við Hæstarétt í tæp átta ár, en Garðar í tuttugu ár.

Garðar verður sjötugur í haust og Jón Steinar 65 ára. Samkvæmt lögum um dómstóla mega dómarar ekki sitja lengur en til sjötugsaldurs, en geta látið af störfum við 65 ára aldur.- gb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.