Innlent

Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða

Rúmur þriðjungur útflutningstekna Fjarðaáls verður eftir á Íslandi.
Rúmur þriðjungur útflutningstekna Fjarðaáls verður eftir á Íslandi. Fréttablaðið/Valli
Alcoa Fjarðaál flutti á síðasta ári út vörur fyrir 95 milljarða íslenskra króna. Ekkert annað fyrirtæki á Íslandi flytur út meira magn af vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðaáli um helstu tölur úr rekstri fyrirtækisins á síðasta ári.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að ál nemi um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða. Rétt tæpur helmingur heildarútflutnings áls er vegna álversins í Reyðarfirði.

Loks kemur fram í tilkynningunni að um 35% af útflutningstekjum Fjarðaáls, eða um 33 milljarðar, verða eftir á Íslandi meðal annars í formi launa, opinberra gjalda, innkaupa frá birgjum og á vöru og þjónustu.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×