Innlent

Ágæt ávöxtun lífeyrissjóða það sem af er ári

Raunávöxtun hreinnar eignar lífeyrissjóða var 3,0% fyrstu fimm mánuði ársins. Lögbundið viðmið er 3,5% á ári.
Raunávöxtun hreinnar eignar lífeyrissjóða var 3,0% fyrstu fimm mánuði ársins. Lögbundið viðmið er 3,5% á ári. vísir/gva
Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða nam 2.241 milljarði króna í lok maí. Hækkaði eign þeirra um tæpa 4 milljarða frá því í apríl eða um 0,2%.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna nam 1.633 milljörðum í lok maí og erlend verðbréfaeign um 499 milljörðum króna.

Frá áramótum hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um ríflega 142 milljarða króna eða 6,8%. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% og hefur hrein eign lífeyrissjóðanna því vaxið um 3,0% frá áramótum. Lögbundið ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða er 3,5% á ári.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×