Innlent

Þangið í fangið og svo í andlitið

Það eru ekki margir sem finna hráefnið við framleiðslu sína í fjöru.
Það eru ekki margir sem finna hráefnið við framleiðslu sína í fjöru. fréttablaðið/stefán
Sprotafyrirtækið Marinox hefur hannað húðkrem úr íslenskum sjávarþörungum. Húðkremið, sem meðal annars dregur úr hrukkumyndun, kom á markað í síðustu viku.

Að sögn Harðar G. Kristinssonar, framkvæmdastjóra Marinox, gera menn sér vonir um að koma kreminu inn á Bandaríkjamarkað eftir um það bil ár en einnig hafa fyrirtæki frá öðrum löndum sýnt því áhuga.

Þangið sem notað er við framleiðsluna er tínt úr fjöru með höndum. En þó finna megi hráefnið í fjöru er ekki hlaupið að því að nýta það með þessum hætti. „Við erum búin að vera ein fimm ár að þróa ferla til að vinna úr því og erum þá búin að hámarka þessa vinnuferla svo að við fáum sem allra mest út úr hráefninu,“ segir Hörður.

„En þetta er náttúrlega auðlind sem við þurfum að nota,“ bætir hann við. „Við höfum verið með yfir áttatíu konur sem hafa verið að prófa kremið hjá okkur og þær eru alveg í skýjunum með það. Mikill meirihluti þeirra hefur séð mikinn mun á sínum línum og hrukkum. Svo eru konur sem hafa verið með svokölluð roðavandamál og þau hafa snarminnkað með notkun kremsins.“ Húðkremið er fáanlegt á 32 útsölustöðum. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×