Einföld atriði útskýra dræma kjörsókn 2. júlí 2012 01:15 Gunnar Helgi Kristinsson Kjörsókn í forsetakjöri hefur aðeins einu sinni verið lakari, árið 2004. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórmálafræði, segir augljós atriði skýra dræma kjörsókn nú. ?Ég mundi nefna þrennt í þessu sambandi. Í fyrsta lagi að kjörsókn er almennt séð aðeins á niðurleið hjá okkur á Íslandi. Þessi borgaralega vitund um að það sé skylda þín að kjósa er að einhverju leyti að hopa. Í öðru lagi held ég að kannanir í aðdraganda kosninganna hafi hugsanlega dregið úr kjörsókn. Það var minni spenna því menn vissu nokkurn veginn hvernig þetta myndi fara. Í þriðja lagi erum við komin verulega inn í sumarleyfistímann. Fólk er farið í sumarfrí og vill nota góðviðrisdag til að fara út úr bænum og sleppir því að kjósa. Ég tel tilraunir til að reyna að skýra dræma kjörsókn með einhverju öðru frekar langsóttar.? Gunnar Helgi segir að endurskoða eigi það fyrirkomulag að kjósa um hásumar. ?Þetta bara passar ekki inn í líf fólks. Það ætti að færa kjördag annað hvort fram eða aftur svo hann lendi ekki í sumarleyfistímanum.? Um sigur Ólafs Ragnars og framhaldið segir Gunnar Helgi að enginn vafi sé á að sigur hans hafi verið sannfærandi. ?Hann er með fylgi eins og kannanir hafa gefið til kynna og jafnvel aðeins betra. Það hljóta að vera Þóru vonbrigði að fá ekki meira fylgi, þó þetta sé svipað fylgi og Vigdís var kosin forseti á árið 1980.? ?Ólafur mun auðvitað getað túlkað þetta þannig að hann hafi lagt sín verk og sín áform á borð fyrir kjósendur. Þau eru að halda áfram á sömu braut, þróa forsetaembættið þannig að hann hafi skoðun á málum, fjalli um mikilvæg málefni eins og utanríkismál, stjórnarskrá og svo framvegis, og beiti málskotsréttinum.? ?Ólafur hefur verið að móta ákveðna kenningu um hvernig hann vilji beita málskotsréttinum. Hún er að þetta sé fyrirkomulag beins lýðræðis þar sem aðeins þurfi ákveðinn fjölda undirskrifta til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu.? - bþh Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Kjörsókn í forsetakjöri hefur aðeins einu sinni verið lakari, árið 2004. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórmálafræði, segir augljós atriði skýra dræma kjörsókn nú. ?Ég mundi nefna þrennt í þessu sambandi. Í fyrsta lagi að kjörsókn er almennt séð aðeins á niðurleið hjá okkur á Íslandi. Þessi borgaralega vitund um að það sé skylda þín að kjósa er að einhverju leyti að hopa. Í öðru lagi held ég að kannanir í aðdraganda kosninganna hafi hugsanlega dregið úr kjörsókn. Það var minni spenna því menn vissu nokkurn veginn hvernig þetta myndi fara. Í þriðja lagi erum við komin verulega inn í sumarleyfistímann. Fólk er farið í sumarfrí og vill nota góðviðrisdag til að fara út úr bænum og sleppir því að kjósa. Ég tel tilraunir til að reyna að skýra dræma kjörsókn með einhverju öðru frekar langsóttar.? Gunnar Helgi segir að endurskoða eigi það fyrirkomulag að kjósa um hásumar. ?Þetta bara passar ekki inn í líf fólks. Það ætti að færa kjördag annað hvort fram eða aftur svo hann lendi ekki í sumarleyfistímanum.? Um sigur Ólafs Ragnars og framhaldið segir Gunnar Helgi að enginn vafi sé á að sigur hans hafi verið sannfærandi. ?Hann er með fylgi eins og kannanir hafa gefið til kynna og jafnvel aðeins betra. Það hljóta að vera Þóru vonbrigði að fá ekki meira fylgi, þó þetta sé svipað fylgi og Vigdís var kosin forseti á árið 1980.? ?Ólafur mun auðvitað getað túlkað þetta þannig að hann hafi lagt sín verk og sín áform á borð fyrir kjósendur. Þau eru að halda áfram á sömu braut, þróa forsetaembættið þannig að hann hafi skoðun á málum, fjalli um mikilvæg málefni eins og utanríkismál, stjórnarskrá og svo framvegis, og beiti málskotsréttinum.? ?Ólafur hefur verið að móta ákveðna kenningu um hvernig hann vilji beita málskotsréttinum. Hún er að þetta sé fyrirkomulag beins lýðræðis þar sem aðeins þurfi ákveðinn fjölda undirskrifta til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu.? - bþh
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira