Innlent

Þóra var duglegust á samfélagsmiðlum

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir
Rannsóknir benda til þess að fylgni sé á milli úrslita kosninga og áhrifa frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Þekkingarfyrirtækið Cloud engineering tók saman upplýsingar um virkni forsetaframbjóðenda á Facebook í aðdraganda kosninganna. Skemmst er frá því að segja að Þóra Arnórsdóttir og stuðningsmenn hennar nýttu samfélagsvefinn mest allra frambjóðenda til að kynna sig og eiga samskipti við kjósendur. Gagnasöfnunin um Facebook-notkunina spannaði allan júnímánuð.

Meðal þess sem tekið var saman er fjöldi fylgjenda á Facebook þar sem Þóra hefur gríðarlega yfirburði með 9.189 fylgendur. Ólafur Ragnar Grímsson kom henni næstur með 4.509 fylgjendur og þá Ari Trausti með 3.204. Athygli vekur að aðrir frambjóðendur eru með töluvert færri fylgjendur á vefnum.

Herdís Þorgeirsdóttir var duglegust að senda inn stöðuuppfærslur á Facebook-vegg sinn í aðdraganda kosninganna en Þóra hlaut flest ?like? allra frambjóðenda með miklum mun. Á Facebook-síðu hennar má telja 27.587 ?like? gegn 8.266 á virkni Ólafs Ragnars. Sá frambjóðandi sem stóð sig langbest í að bregðast við innleggjum frá fylgjendum sínum er Ari Trausti Guðmundsson sem brást á einn eða annan hátt við 83 af 86 innleggjum á síðuna sína. Til samanburðar svaraði Ólafur Ragnar 7 innleggjum af 76 á síðu sinni.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×