Um 57% styðja Ólaf Ragnar 29. júní 2012 07:00 Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira