Um 57% styðja Ólaf Ragnar 29. júní 2012 07:00 Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira