Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur 14. júní 2012 03:00 Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. Fréttablaðið/Anton Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira